10/3/2024

Aðalfundur Snigla

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Ársskýrslur

Aðalfundur Snigla var haldinn að Sniglaheimlinu 9.mars

Fundurinn var vel sóttur og hér meðfylgjandi má sjá fundargerð, ársskýrslu og rekstraráætlun

Steinmar Gunnarsson og Sveinn Óðinn Ingimarsson eru hættir í stjórn og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf

Í stjórn sitja nú Þorgerður Guðmundsdóttir, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Steindórsdóttir, Sigurjón Hansson og Jokka G Birnudóttir

Varamenn eru Vilberg Kjartansson, Njáll Gunnlaugsson og Rögnvaldur Ólafsson

Vel var mætt

Aðalfundur BifhjólasamtakaLýðveldisins, Snigla (BLS)

Laugardag, 9.mars 2024 í Sniglaheimilinu Skerjafirði kl.14

 

Fundur settur

-fylgigagn, dagskrá fundar

-fundargestir beðnir um að rísa úr sætum og með einnar mínútu þögn, virða minningu Karls Gunnlaugssonar sem lést nýlega, en hann var stofnfélagis amtakana.

 

Fundarstjóri kjörin

-Sigurjón Hansson

 

Skýrsla stjórnar

Steinmar, ritari les skýrslu stjórnar

-Sveinn Óðinn forfallaðist úr stjórn og tók Guðrún, varamaður, við hans sæti.

-Vorfundur með Samgöngustofu, ÖÍ, Ökuskóla 3 og Kvartmíluklúbbnum, og Sniglar verður rmeð sama sniði og fyrri ár.

-1.maí 2024, farin verður önnur leið þar sem Laugavegur er að miklu leyti orðin göngugata. Líklegur upphafsstaður verður við Kaffivagninn, óvíst með leið þaðan sökum fjölda gatnamóta við Hringbraut og fyrirtækja rekstrar við Geirsgötu. Fundur með borginni hefur ekki farið fram svo leið er ekki ákveðin.

-Opin hús frá apríl-september voru vel sótt, 14. mars nk verður opið hús og Skyndihjálpar námskeið, viðburðurinn verður kynntur ma á samfélagsmiðlum.

-FEMA, Steinmar hefur verið fulltrúi BLS þar síðan 2017, situr nú í stjórn þar og verður til feb. 2025. Verið er að leita að nýjum fulltrúa þar fyrir BLS í stað Steinmars.

-Samvinna við Vegagerðina hefur verið góð og bent á að á heimasíðu hennar, https://www.vegagerdin.is,sé hægt að koma að ábendingum sem Vegagerðinni sé skylt að svara innan sólarhrings sem þeir og gera.

-Stjórn vill minna á að allt starf BLS sé unnið í sjálfboðavinnu, sem sé krefjandi og gefandi í senn. Alltaf sé þörf fyrir sjálfboðaliða til þess að koma að hinum ýmsu málum og viðburðum.

 

 

Ársreikningur BLS, 2023

Hrafnhildur Steindórsdóttir, fer yfir endurskoðaða ársreikinga

-fylgigagn, ársreikningur BLS 2023

-engar athugasemdir við ársreikning en bent á (úr sal) að stjórn noti eigin tölvur og síma og því sé kostnaður við þá liði svo lítill.

 

Rekstraráætlun fyrir 2024

-Hrafnhildur Steindórsdóttir, fer yfir rekstraráætlun 2024

-fylgigagn, rekstaráætlun 2024

-engar athugasemdir úr sal

 

Lagabreytingartillögur

-engar lagabreytingar tillögur lagðar fyrir fundinn

 

Kosning í stjórn

-tveir stjórnarmeðlimir eru að klára kjörtímabil sín

           Steinmar, gefur ekki kostá sér áfram

           Jokka, gefur kost á sér áfram

-einnig vantar 2 varamenn í stjórn

-opnað fyrir framboð/tillögur

Nýir meðlimir stjórnar eru:

           Sigurjón Hannesson, stjórn

           Varamenn:

                       Njál lGunnlaugsson

                       Rögnvaldur Ólafsson

-engin önnur framboð bárust

-skoðunarmenn reikninga, gefið hafa kost á sér

           Ari Karlsson

           Gunnlaugur

-engin önnur framboð bárust

 

 

Landsmóti Bifhjólafólks 2024

-Jokka Birnudóttir, heldur kynningu um LM 2024

-2024 er afmælisár (40 ár) og því sjá BLS sjálf um mótið.

-LM verður haldi í Borgarfirði, hótel orðið fullbókað en hægt að setja sigá biðlista annars er tjaldsvæði og nóg pláss þar.

-dagskrá verður að mestu með hefðbundnu sniði með súpu á föstudag, leikjum oþh

-vegna afmælis verður boðið upp á afmælisveislu á laugardeginum, brekkusöng og varðeld

-á laugardagskvöldinu munu HD-Ice sjá um partý

 

Önnur mál

-FEMA, verið er að leita að nýjum fulltrúa, Steinmar heldur stutta kynningu á starfi FEMA

-       3 fundir á ári

-       FEMA er vettvangur fyrir BLS að koma málum sínum og sinna félagsmanna á framfæri til Evrópuþingsins

-       Samstarfið skiptir máli til þess að bifhjólafólk geti haft áhrif og mögulega að afstýra ákvörðunum sem þingið kann að taka af þekkingarleysi

-       FEMA er að ganga inn í FIM og mun það auka vægi BLS en 13 aðildarfélög FEMA eru minni en BLS

-       FEMA skapar sterkt tengslanet fyrir bifhjólafólk sem getur nýst í hagsmunabaráttu .BLS hefur þegið þar aðstoð og ráðleggingu í gegnum tíðina með góðum árangri.

-       Nýr fulltrúi fengi tíma til þess að koma sér inn í þetta yfirgripsmikla starf og lögð er áhersla á að enska er meginmál starfsins og þarf að kynna sér stjórnarskrá FEMA

-       Ein tillaga hefur komið fram að fulltrúa sem Steinmar telur ekki tímabært að nefna þar sem auglýsing eftir fulltrúa er enn virk

-rætt um þá þróun í td Austurríki og Þýskalandi þar sem sumstaðar hefur umferð bifhjóla verið bönnuð með einhverjum hætti eða með öllu, meðal annars vegna hávaða. Stjórnvöld þar skýla sér bakvið, öryggismál þar sem þeim er óheimilt að mismuna á forsendum farartækja/þjóðflokka osfrv

-komið hefur í ljós í rannsóknum að hávaðamengun er mun minni en oft er haldið fram og valdi ekki þeirri truflun sem oft eru notuð sem rök vegna slíkra banna

 

 

 

Afmælissýning

-Njáll Gunnlaugsson talar stuttlega um stöðuna

-í sýningarnefnd eru:

           Njáll Gunnlaugsson

           Sigurjón Hannesson

           Ólafur Hjartarson

-lengst af var verið að leita að hentugu húsnæði. Meðal tilboða sem skoðuð var kostnaður við húsnæðið 13milljónir í Laugardalshöll. Fór svo að Bílabú ðBenna hefur boðið sýningarsal sinn að Krókhálsi undir sýninguna

-gert er ráð fyrir 100-150 bifhjólum á sýninguna af öllum stærðum, gerðum og árgerðum. Ekki verður lögð áhersla á neina eina tegund/týpu og fundargestir hvattir til þess að koma með tillögur að hjólum sem gætu hentað á sýninguna.Verið er að vonast til þess að „öll flóran“ verði þar til sýnis

-óskað eftir sjálfboðaliðum til þess að manna sýninguna meðan á henni stendur

-spurning úr sal um hvort að veita eigi verðlaun á sýningunni og ma komið með tillögu að verðlaunum fyrir áhugaverðasta og/eða fallegasta hjólið og biðja gesti um að kjósa

-sýningin mun standa yfir Páska helgina eða 28.mars til og með 1.apríl

-spurning úr sal um hvað muni kosta inn, gert ráð fyrir uþb 1.500,- á mann en ekki er búið að ákveða það endanlega

-Mótorhjólasafnið á Akureyri mun senda hjól á sýninguna og einnig er gert ráð fyrir að hjól komi frá Vestmannaeyjum

-ekki er gert ráð fyrir sölubásum á sýningunni en umboðum boðið að sýna hjól þess í stað

 

Endurnýjun á félagsmönnum

-stjórn hefur lagt áherslu á nýliðun og þá sérstaklega meðal ungra/nýrra bifhjólamanna

-margir hafa komið einu sinni en svo ekki aftur, vilji hjá stjórn til þess að bæta úr því og hugmyndir að leiðum til þess eru margvíslega:

-       Að bjóða uppá „hópakstur“ frá Ingólfstorgi í Sniglaheimilið á miðvikudögum

-       Bjóða þeim sem taka bifhjólapróf á afmælis árinu ókeypis aðild í eitt ár

-       Stjórn(eða fulltrúi hennar) komi á prófsvæði þegar prófdagar eru og kynni starfsemina fyrir nýútskrifuðum

-ökukennarar finna fyrir aukningu hjá ungu fólki en reglugerð varðandi A1réttindi hafa seinkað því að margir taki prófið

-úr sal, heilt yfir er erfitt að fá ungt fólk inn í félagsskap

 

Vorfagnaður/vorfundur

-undirbúningur er í fullum gangi með samstarfsaðilum, Samgöngustofu,Lögreglu osfrv

 

Fundi slitið kl.15

Stjórn þakkar fyrir sig

...

Nýlegar fréttir