Hagsmunamál

Sniglar krefjast svara

Eftirfarandi áskorun var send á vegagerðina Til: Vegagerðin Efni: Hættuleg vegrið – krafa um skýrt svar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar krefjumst skriflegs svar vegna hættulegra aðstæðna fyrir bifhjólafólk sem tengjast vegriðum. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, m.a. í frétt Vísis þann 11. júlí 2025 https://www.visir.is/g/20252750011d/-langthreytt-a-ad-thad-seu-bodadir-fundir-thegar-eitthvad-kemur-upp-a- Þar er m.a. vísað í leiðbeiningar um umferðaöryggi sem unnar voru með Vegagerðinni. Við teljum fullkomlega óásættanlegt að hættuleg vegrið séu enn til staðar víða á landinu, þrátt fyrir að bæði sérfræðingar og notendur hafi ítrekað bent á þessa vá. Það er löngu vitað að stólpar vegriða og grófur frágangur eru bein ógn við öryggi þeirra sem ferðast á bifhjólum Um þetta hafa verið gerðar athugasemdir ítrekað. Við krefjumst skriflegs svars við þessu erindi innan 10 virkra daga, þar sem þetta varðar bæði ábyrgð stofnunarinnar og traust þeirra sem treysta á öruggar samgöngur – þar með talið bifhjólafólk sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart vegakerfinu. Nú er nóg komið. Það er ekki hægt að bíða eftir fleiri slysum til að bregðast við. Eftirfarandi grein var að koma frá Fema sem við erum búin að þýða yfir á íslensku „Snjallari hönnun vegriða getur bjargað lífi mótorhjólamanna“ Ný rannsókn varpar ljósi á þá leyndu ógn sem allir mótorhjólamenn þekkja: vegrið úr stáli sem prýða þúsundir kílómetra af vegum.Mótorhjólamenn um alla Evrópu þekkja hætturnar af hálum beygjum og óvæntum hindrunum. Rannsóknir staðfesta að þessar grindur, sem fyrst og fremst eru hannaðar til að vernda farþega í bílum, eru alvarleg hætta fyrir mótorhjólamenn í tiltekinni tegund slysa: uppréttum árekstri. Þegar ökumaður lendir í uppréttri stöðu á grind lendir brjósti eða kviður oft beint á hvassa efri brún vegriðs. Rannsóknargreinin kallar eftir betri vegriðum til að vernda mótorhjólamenn í þessari tegund slysa.Þó að „mótorhjólavænar“ grindur séu þegar til staðar til að draga úr meiðslum af völdum hálkuárekstra, þar sem ökumenn renna í grindina eftir að hafa dottið af hjólinu sínu, er efri brún hefðbundinna vegriða enn hættulegar í uppréttum árekstri. Rannsóknin, sem birt er í tímaritinu Infrastructures, fjallar um fjölbreytt úrval einkaleyfa og hönnunar sem miða að því að draga úr hættu á árekstri á efri brún. Rannsóknarhópurinn, sem samanstóð af öryggisverkfræðingum og sérfræðingum í innviðum, mat þrettán alþjóðlegar hannanir, til að meta möguleika þeirra á að bjarga mannslífum, þar á meðal bæði ódýrar endurbætur og hátæknilegar viðbætur við hindrun.„Flestar núverandi lausnir miða að því að koma í veg fyrir renniáverka, sem er mikilvægt,“ sagði aðalhöfundurinn. „En við komumst að því að mjög fáar fjalla um hættuna á því sem gerist þegar mótorhjólamaður lendir framan á efri handriðið, enn á hjólinu.“ Rannsakendurnir fundu nokkrar efnilegar hönnunir, þar á meðal eina sem þróuð var af Texas A&M háskólanum. Endurbætur þeirra bæta við beygðum eða flötum stálplötu ofan á handriðið, sem hjálpar til við að dreifa krafti árekstursins og koma í veg fyrir meiðsli af völdum hvassra brúna. Önnur sem stóð upp úr var spænsk uppfinning sem kallast P2025012, stálbiti/skúffa sem er mótaður til að passa ofan á núverandi vegriðHann er einfaldur, tiltölulega ódýr og truflar ekki hluti eins og vatnsfrárennsli eða snjómoksturstæki, sem er mikill kostur fyrir vegagerðaryfirvöld.Tilvitnun úr rannsókninni: Skýrt skilgreind, vísindamiðuð viðmið verða að vera sett til að meta virkni efri verndarkerfa. Þetta er ekki hægt að ná án sterks samstarfs milli mótorhjólasamtaka, evrópskra stofnana (eins og FEMA og ETSC), rannsóknasamfélagsins og atvinnulífsins.Flestar hindranir í Evrópu eru stál-W-bjálkar. Þegar bíll lendir á einum gleypir kerfið orkuna með því að sveigjast og beygjast, sem hjálpar til við að halda ökutækinu á veginum. En mótorhjól valda ekki sömu viðbrögðum. Líkami mótorhjólamanns er mun léttari og þegar hann lendir á efri brún bjálkans er lítil orkuupptaka, bara hörð brún, sem ekkert gefur eftir. Í árekstri með rennu fara ökumenn oft undir handriðið, þar sem nýrri „verndarkerfi mótorhjólamanns“ (MPS) hjálpa til við að koma í veg fyrir banvæn meiðsli með því að hylja staurana og neðri hlutana. En efri brúnin er samt óvarin í flestum tilfellum. Hættan er mest í beygjum, sérstaklega þröngum beygjum. Samkvæmt evrópskum slysagögnum felst næstum helmingur banvænna mótorhjólaslysa í árekstri eins ökutækis, oft í beygju. Ef ökumaður missir stjórn en helst uppréttur er líklegt að líkami hans lendi í efri handriðið í brjósthæð. Án hlífðarbúnaðar fyrir búkinn eru afleiðingarnar oft banvænar.Þrátt fyrir að hönnun og tækni sé til staðar, hafa þessar varnir ekki verið ekki verið teknar upp. Helstu ástæðurnar? Kostnaður, flækjustig, viðhald og skortur á stöðlum. Sum kerfanna sem skoðuð voru, fela í sér flóknar plasthlífar eða kassalaga mannvirki sem þekja alla vegrið. Þótt þau veiti betri vörn eru þau dýr og stundum erfið í uppsetningu. Og eins og við mótorhjólamenn vitum eru mörg þessara kerfa hönnuð með hraðbrautir í huga, ekki sveitavegi þar sem flest banvæn mótorhjólaslys eiga sér stað.Rannsóknin undirstrikar brýna þörf fyrir skýra tæknilega staðla fyrir varnir gegn uppréttum árekstri. Eins og er, er engin opinber krafa eða próf fyrir því hvernig vegrið ætti að bregðast við þegar mótorhjólamaður keyrir á það í uppréttri stöðu. Án staðla er enginn lagalegur eða pólitískur þrýstingur til að setja upp betri kerfi og vegagerðarmenn hafa tilhneigingu til að forgangsraða öryggi bíla vegna ábyrgðar og kostnaðarsjónarmiða.Höfundarnir kalla eftir samstarfi milli vegahönnuða, öryggisrannsakenda, stjórnvalda og samtaka eins og Sambands evrópskra mótorhjólasamtaka (FEMA), sem og Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla. Þeir leggja einnig áherslu á mikilvægi þess að fá mótorhjólamenn til að taka þátt í ákvörðunum um innviði. „Þetta snýst um að gera vegi örugga fyrir alla, ekki bara þá sem sitja í bílum,“ sagði aðalhöfundurinn. „Tiltölulega einföld vörn gæti skipt sköpum um hvort maður komist lifandi frá árekstri eða ekki.“„Vegrið sem ætlað er að bjarga mannslífum ættu ekki að verða banvæn hindrun fyrir mótorhjólamenn.“Þangað til öruggari handrið verða normið ættu mótorhjólamenn að vera meðvitaðir um áhættuna og berjast fyrir breytingum:Tilkynnið hættulegar hindranir hvar sem þær kunna að leynast.Styðjið landssamtök mótorhjólamanna ykkar.Höfundur greinar: Wim Taal, framkvæmdastjóri FEMAÞýðing: Steinmar Gunnarsson BLS (Sniglar)

Sniglar krefjast svara Lesa meira »

Samstöðufundur

Samstöðufundur – fundargerð Sniglar héldu samstöðufund vegna umræðu stjórnvalda um komandi kílómetragjald, og mættu rúmlega 100 manns á fundinn. Mikill hiti var í fólki enda upplifir bifhjólafólk það sé bara ekki hlustað á það Hér fyrir neðan eru helstu punktar frá fundinum, en þar sem margar hugmyndir og spurningar komu fram reyndi fundarritari að ná þeim öllum í stikkorðum ▪ Kostnaðurinn við að halda úti kerfinu, heimasíða, eftirfylgni,staðfesting á km, innheimta▪ Skylduskoðun árlega hér, uþb 100-120 millj á ári í innh MótmæliÞingmenn eru hræddastir við samstöðu, þegar heill hópur tekur sig saman er hlustað Í enda fundar var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hittist reglulega og ræðir hvaða leiðir er hægt að fara til að ná eyrum stjórnvalda og hvað er best til úrlausna Vinnuhópur:Jón Þór, Milan, Birgir, Sverrir, GummiZ, Karl, Jón Berg, Maríanna, Jóna Guðný, Njáll,HoddóKristrún heldur utanum Betur má ef duga skal, við hvetjum alla til að leggja málefninu lið hvort sem það er opinberlega eða ræða við vinnuhópinn, koma á Snigla fundi, allt hjálpar til, en við krefjumst þess að stjórnvöld hlusti og taki tillit til bifhjólafólks

Samstöðufundur Lesa meira »

Vorfagnaður í Hafnarfirði

Vorfagnaður var haldinn í dag á vegum Snigla, Ökuskóla 3, Samgöngustofu, Ökukennarafélags Íslands og Kvartmíluklúbbsins Það var blíðskaparveður og góð mæting enda orðinn árlegur viðburður í Hafnafirðinum. Einar Magnús Magnússonfrá Samgöngustofu var með erindi um mikilvægi hlífðarbúnaðs en með aukinni verslun á internetinu er fólk jafnvel að versla sér ódýra hjálma sem gera sama gagn og plastpokar. Það er nauðsynlegt að kynna sér vel hvernig vörur fólk er að versla sér til að nota á mótorhjólum. Ingólfur Snorrason frá Kvartmíluklúbbnum var einnig með erindi um beytingu á hjóli og líkamstöðu Sniglar þakkar ofantöldum kærlega fyrir samstarfið og sjáumst heil að ári

Vorfagnaður í Hafnarfirði Lesa meira »

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar var haldinn í dag í blíðskaparveðri en ekki sást ský á himni og hitamet féllu örugglega í dag Vorfagnaðurinn var haldinn á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og þökkum við kærlega fyrir afnotin af svæðinu Hólmgeir Þorsteinsson var með erindi frá Sjóvá þar sem var farið yfir tryggingar á mótorhjólum og fleira áhugavert, þar á eftir kom svo Eydís Sigurgeirsdóttir, bráðatæknir frá Slökkviliði Akureyrar, en hún fór yfir hvernig bregðast skal við aðkomu að mótorhjólaslysum. Einar Magnús Magnússon var svo að lokum með erindi frá Samgöngustofu þar sem m.a. var farið yfir hlífðarbúnað á hjólum. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir komuna og var mjög fræðandi að hlusta á þau öll. Öllum var boðið upp á léttar veitingar, og eftir fræðslu var hægt að nýta sér brautina, en Adam Þorvaldsson bauð upp á að hjóla með fólki og leiðbeina ef þyrfti. Sökum mikils hita var fólk ekkert áfjáðt í brautarakstur en nokkrir nýttu þó tækifærið en Valdemar Þór Viðarsson ökukennari setti upp keilur ef fólk vildi æfa sig. Það var góð þátttaka í dag og vonandi er þessi viðburður kominn til að vera Sniglar þakka vel fyrir sig, og þá sérstaklega Tíunni fyrir samstarfið#sniglarnir #littutvisvar #viltupassamig #hjolamenningin

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar Lesa meira »

Aðalfundur Snigla – Fundargerð

Fundargerð aðalfundar Snigla 08/03 2025 í húsi Fornbílaklúbbsins, Ögurhvarfi 2 Fundarstjóri; Skúli GautasonRitari; Kristrún Tryggvadóttir Hefðbundin aðalfundarstörf og umræður í lokin Varamenn voru kosnir til eins árs, en það eru Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, og Ragna Berg. Eins voru kynnt rafræn félagsskírteini, en þau munu komast í gagnið á komandi dögum.  Með þeim er svo hægt að fá afslætti á ýmsum stöðum sem kynnt verða á heimasíðu Snigla, sniglar.isSniglar gáfu viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf í þágu Snigla, en þær hlutu Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, Hjörtur (Líklegur) Jónsson og Ólafur Hjartarsson, þökkum við þeim kærlega fyrir sína vinnu Fundi slitið

Aðalfundur Snigla – Fundargerð Lesa meira »

Aðför að réttindum bifhjólafólks

Sniglar hafa sent eftirfarandi tilkynningu á Samgöngunefnd, samgönguráðherra og fjármálaráðherra; Bifhjólasamtök Lýðveldisins mótmæla því kröftuglega þeirri aðför sem gerð er að bifhjólafólki vegna tilvonandi kílómetragjalds. Þar er umferðarhópi sem í tilfelli þungra bifhjóla er að meðaltali tíu sinnum léttari en bílar, ætlað að borga margfalda upphæð samanborið við aðra umferðarhópa. Dæmið fyrir léttari bifhjól er enn verra en þar er munurinn meiri en þrítugfaldur! Til að bæta gráu ofan á svart eiga erlend bifhjól að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bílar við komu til landsins, sem að brýtur gegn jafnræðisreglu. Það er því krafa okkar að gætt sé jafnræðis og íslensk bifhjól greiði til samræmis við erlend. Tillaga BSL er því að þung bifhjól greiði 1,7 kr á km og létt bifhjól 0,6 kr. Þar með er ekki verið að fara fram á tíu sinnum lægra gjald, heldur aðeins fjórum sinnum minna, líkt og stjórnvöld hafa þegar gert að tillögu sinni varðandi erlend bifhjól við heimsókn til landsins. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar eru tilbúin að fylgja þessu máli eftir af festu.

Aðför að réttindum bifhjólafólks Lesa meira »

Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds

Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina “nýtt” frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur situr í stjórn Snigla. Njáll Gunnlaugsson

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Lesa meira »

Aðalfundur Bifhjólasamtaka, lýðveldisins Sniglar

Aðalfundur Snigla 8.mars 2025 Fundurinn verður haldinn í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi Húsið opnar kl 11:30 en fundur hefst stundvíslega kl 12:00. Það eru allir velkomnir á fundinn en einungis greiddir Sniglar hafa kosningarrétt. Dagskrá : 1. Setning fundar 2. Kosinn fundarstjóri 3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu 4. Gjaldkeri leggur fram ársreikning 5. Umræða um ársreikning og skýrslu stjórnar 6. Gjaldkeri leggur fram rekstraráætlun komandi árs 7. Ákvörðun félagasgjalda fyrir næsta ár 8. Lagabreytingar ef einhverjar eru 9. Kosning formanns 10. Kosning í stjórn 11. Kosning tveggja skoðunarmanna 12. Önnur mál 13. Fundarslit Stjórn Snigla er samansett af fimm manns: Það er formaður og fjórir stjórnarmenn. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Seta stjórnarmanna er tvö ár í og skiptist þannig að tveir fara út í einu. Þrír varamenn í stjórn skulu kosnir til eins árs í senn. Formaður Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir hefur verið formaður síðastliðin 6 ár, en setið í stjórn í 9 ár. Gefur hún kost á sér til formanns. Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir varaformaður er að ljúka sinni setu en gefur kost á sér áfram. Jokka G Birnudóttir meðstjórnandi situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót. Sigurjón Hansson ritari situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót . Hrafnhildur Steindórsdóttir gjaldkeri er að ljúka sinni setu og gefur ekki kost á sér aftur. Að sitja í stjórn Snigla er skemmtilegt og krefjandi starf, við höfum unnið náið með samgöngustofu, Vegagerðinni, borgaryfirvöldum og lögreglu í allskonar verkefnum ásamt því að vinna í allskyns herferðum Það nýjasta er dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni sem gengur merkilega vel Stjórnin vinnur með hagsmuni mótorhjólafólks í fyrirrúmi og erum í góðri samvinnu við FEMA Svo eru skemmtilegu verkefnin eins og skipulagning 1.maí keyrslan, vorfundurinn ljúfi, fjölskyldugrill og ekki má gleyma öllum opnu húsin þar sem við fáum að hitta allt skemmtilega fólkið. Þar hafa ýmsir stigið á stokk, kynnt sig og sína, höfum fengið allskyns fræðsluefni, auk þess að fá beint samtal við hinar og þessar stofnanir Við gerum kröfu um að fólk sem gefur sig fram til starfa fyrir Snigla, hafi tíma, áhuga og getu til að vinna að hagsmunum bifhjólamanna. Þetta allt gerist ekki að sjálfu sér! Við óskum eftir fersku fólki í stjórn með okkur og nú má unga fólkið endilega leggja okkur lið  Samfélagsmiðlar eru orðnir jafnsjálfssagðir og tíkallasímarnir voru hér áður og okkur vantar td einhvern hugmyndaríka/nn aðila í það Endilega heyrðu í okkur, komdu í framboð, sumarið er handan við hornið og nóg að gera! Samtakamáttur mótorhjólafólks á Íslandi fer núna vaxandi og við þökkum stuðninginn við starfið á liðnu ári. Það er með greiðandi félögum okkar sem hægt er að halda úti öflugri starfssemi og hagsmunagæslu. Við viljum því nota tækifærið og minna alla á að greiða greiðsluseðlana í heimabankanum, fyrir aðalfundinn, og þökkum fyrir stuðninginn um leið og við bíðum full eftirvæntingar eftir hjólasumrinu 2025. Kær kveðja stjórn Bifhjólasamataka, lýðveldisins Sniglar.

Aðalfundur Bifhjólasamtaka, lýðveldisins Sniglar Lesa meira »

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka

Hér setjum við inn upptöku frá opna fundinum sem haldinn var í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ miðvikudaginn 23.október. Hér er dagskráin: 1. Nýframkvæmdir og fjárfestingar næstu árin – Arndís Ósk Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs 2. Viðhald á vegum – Oddur Sigurðsson Hjaltalín, forstöðumaður stoðdeildar 3. Upplýsingamiðlun til vegfarenda – Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustudeildar 4. Opnar umræður og spurningar Fjöldi bifhjólafólks mætti á kynninguna ásamt, forstjóra Colas, Sigþóri Sigurðssyni, alþingismaðurinn Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum og framkvæmdastjóri FÍB Runólfur Ólafsson. Við þökkum öllum sem komu og tóku þátt í að kynna sér bætt öryggi okkar í umferðinni. Við höfum sýnt að við erum sterk samtök og félagsfólk okkar hefur mikið fram að færa í þessum málefnum. Það hefur vakið athygli hversu sterk og sýnileg við erum.

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka Lesa meira »

Shopping Cart
Scroll to Top