Stjórn Snigla

Samstöðufundur

Samstöðufundur – fundargerð Sniglar héldu samstöðufund vegna umræðu stjórnvalda um komandi kílómetragjald, og mættu rúmlega 100 manns á fundinn. Mikill hiti var í fólki enda upplifir bifhjólafólk það sé bara ekki hlustað á það Hér fyrir neðan eru helstu punktar frá fundinum, en þar sem margar hugmyndir og spurningar komu fram reyndi fundarritari að ná þeim öllum í stikkorðum ▪ Kostnaðurinn við að halda úti kerfinu, heimasíða, eftirfylgni,staðfesting á km, innheimta▪ Skylduskoðun árlega hér, uþb 100-120 millj á ári í innh MótmæliÞingmenn eru hræddastir við samstöðu, þegar heill hópur tekur sig saman er hlustað Í enda fundar var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hittist reglulega og ræðir hvaða leiðir er hægt að fara til að ná eyrum stjórnvalda og hvað er best til úrlausna Vinnuhópur:Jón Þór, Milan, Birgir, Sverrir, GummiZ, Karl, Jón Berg, Maríanna, Jóna Guðný, Njáll,HoddóKristrún heldur utanum Betur má ef duga skal, við hvetjum alla til að leggja málefninu lið hvort sem það er opinberlega eða ræða við vinnuhópinn, koma á Snigla fundi, allt hjálpar til, en við krefjumst þess að stjórnvöld hlusti og taki tillit til bifhjólafólks

Samstöðufundur Lesa meira »

BellRing

BellRing var haldið í Sniglaheimilinu miðvikudaginn 28.maí , og var mæting góð. Um 100 manns komu, fengu knús, spjall kaffi og kleinur, og var svo lesinn upp listi fallinna félaga. Þetta var falleg stund og þökkum við öllum þeim er mættu Förum varlega í sumar og komum öll heil heim ❤️

BellRing Lesa meira »

Vorfagnaður í Hafnarfirði

Vorfagnaður var haldinn í dag á vegum Snigla, Ökuskóla 3, Samgöngustofu, Ökukennarafélags Íslands og Kvartmíluklúbbsins Það var blíðskaparveður og góð mæting enda orðinn árlegur viðburður í Hafnafirðinum. Einar Magnús Magnússonfrá Samgöngustofu var með erindi um mikilvægi hlífðarbúnaðs en með aukinni verslun á internetinu er fólk jafnvel að versla sér ódýra hjálma sem gera sama gagn og plastpokar. Það er nauðsynlegt að kynna sér vel hvernig vörur fólk er að versla sér til að nota á mótorhjólum. Ingólfur Snorrason frá Kvartmíluklúbbnum var einnig með erindi um beytingu á hjóli og líkamstöðu Sniglar þakkar ofantöldum kærlega fyrir samstarfið og sjáumst heil að ári

Vorfagnaður í Hafnarfirði Lesa meira »

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar var haldinn í dag í blíðskaparveðri en ekki sást ský á himni og hitamet féllu örugglega í dag Vorfagnaðurinn var haldinn á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og þökkum við kærlega fyrir afnotin af svæðinu Hólmgeir Þorsteinsson var með erindi frá Sjóvá þar sem var farið yfir tryggingar á mótorhjólum og fleira áhugavert, þar á eftir kom svo Eydís Sigurgeirsdóttir, bráðatæknir frá Slökkviliði Akureyrar, en hún fór yfir hvernig bregðast skal við aðkomu að mótorhjólaslysum. Einar Magnús Magnússon var svo að lokum með erindi frá Samgöngustofu þar sem m.a. var farið yfir hlífðarbúnað á hjólum. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir komuna og var mjög fræðandi að hlusta á þau öll. Öllum var boðið upp á léttar veitingar, og eftir fræðslu var hægt að nýta sér brautina, en Adam Þorvaldsson bauð upp á að hjóla með fólki og leiðbeina ef þyrfti. Sökum mikils hita var fólk ekkert áfjáðt í brautarakstur en nokkrir nýttu þó tækifærið en Valdemar Þór Viðarsson ökukennari setti upp keilur ef fólk vildi æfa sig. Það var góð þátttaka í dag og vonandi er þessi viðburður kominn til að vera Sniglar þakka vel fyrir sig, og þá sérstaklega Tíunni fyrir samstarfið#sniglarnir #littutvisvar #viltupassamig #hjolamenningin

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar Lesa meira »

1.maí keyrsla 2025

Þrátt fyrir kalsaveður og smá úða mættu fjöldi manns í 1.maí keyrslu Snigla sem var vel. Svona keyrsla fer ekki í gang að sjálfu sér og vilja Sniglar þakka Reykjavíkurborg, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Strætisvögnum Reykjavíkur kærlega fyrir alla samvinunna. Þetta væri heldur ekki hægt án alls mótorhjólafólks sem lagði sitt fram í umferðarstjórn, því víðsvegar þarf að stoppa umferð, bæði akandi og gangandi. Það eru ekki komnar tölur um fjölda hjóla sem mættu í keyrslu en þau voru þó yfir 500 talsins. Að auki þá var safnað fyrir Grensás og takk allir sem lögðu sitt af mörkum en tæplega hálf milljón safnaðist og er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikning ef fólk vill bæta við, 4706911909 0516-26-21201 Sniglar munu þar að auki leggja framlag á móti. Söfnun stendur til 15.maí. Takk allir fyrir frábæran dag og velkomið hjólasumar 2025. Elva Hrönn Guðbjartsdóttir tók myndir af hjólafólkinu þennan dag og má sjá hluta af þeim myndum hér.

1.maí keyrsla 2025 Lesa meira »

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina

Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, afhentu Vegagerðinni ágóða af dósasöfnun sinni þann 1. maí. Alls söfnuðust 400 þúsund krónur en fyrir það fást 10 metrar af malbiki eða 50 metrar af klæðingu. https://www.vegagerdin.is/vegagerdin/starfsemi/frettir/sniglar-sofnudu-fyrir-vegagerd?fbclid=IwY2xjawKB6uRleHRuA2FlbQIxMABicmlkETB2MmhpOURCQzBUY21PV0hUAR6I_xV16KWQjFLJVmX_yGe2lzL-NGJMvNrYMrhqGfaM9LUz6b6zmCdbEIc6TQ_aem_zxxUPvdmLSlvUpWRB3Ggeg

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina Lesa meira »

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí

„Veginn heilan heim“Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar endar 1.maí Sniglar og Endurvinnslan tóku höndum saman í lok síðasta árs og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni en eins og allir vita hefur sú stofnun verið fjársvelt til margra ára sem hefur bitnað illilega á vegakerfi landsins Vildum við með þessu vekja athygli á hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að þetta sé leiðrétt hið snarasta En nú er komið að því að afhenda Vegagerðinni afrakstur þessarar söfnunar og þar með ljúka þessum gjörning Því ekki að nota tækifærið í vortiltektinni og skutla dósum og flöskum í Endurvinnsluna og styrkja Vegagerðina í  leiðinni Þó upphæðin verði ekki stór er þó kannski hægt að leggja einn til tvo metra af malbiki fyrir hana Sniglar og Endurvinnslan munu afhenda fulltrúa Vegagerðarinnar afrakstur söfnunarinnar við Alþingishúsið þann 1.maí kl 15.00, það væri gaman að sjá sem flesta þar því við viljum vekja athygli á að okkur mótorhjólafólki stendur ekki á sama um svo mikilvægan innvið sem vegirnir okkar eru

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí Lesa meira »

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segir sagan, og það þarf gott fólk til að vinna saman að stórum verkefnum. Sniglar urðu 40 ára í fyrra og af því tilefni var sett upp mótorhjólasýning í húsnæði Bílabúð Benna og var það heljarinnar sýning. Svoleiðis viðburði er ekki hent upp með annarri hendi og fengu Sniglar dygga aðstoð í því verkefni, en þar stóðu þeir feðgar Hjörtur „Líklegur“ og Óli „Prik“ þar vaktina ásamt fleira góðu fólki. Njáll Gunnlaugsson bar þar líka hitann og þungann af þessu verkefni. Að auki hefur svo Steinmar Gunnarsson staðið vaktina fyrir Snigla í stjórn FEMA í mörg ár, en hefur nú lokið þar störfum. Var ákveðið að færa þessum piltum viðurkenningu frá Sniglum með þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu Snigla, það eru svo margir sem hjálpa til á einn eða annan hátt og er stjórn Snigla gríðarlega þakklát fyrir ykkur öll því jú án ykkar væri félagsstarf okkar ekki svona víðtækt.

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf Lesa meira »

Aðalfundur Snigla – Fundargerð

Fundargerð aðalfundar Snigla 08/03 2025 í húsi Fornbílaklúbbsins, Ögurhvarfi 2 Fundarstjóri; Skúli GautasonRitari; Kristrún Tryggvadóttir Hefðbundin aðalfundarstörf og umræður í lokin Varamenn voru kosnir til eins árs, en það eru Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, og Ragna Berg. Eins voru kynnt rafræn félagsskírteini, en þau munu komast í gagnið á komandi dögum.  Með þeim er svo hægt að fá afslætti á ýmsum stöðum sem kynnt verða á heimasíðu Snigla, sniglar.isSniglar gáfu viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf í þágu Snigla, en þær hlutu Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, Hjörtur (Líklegur) Jónsson og Ólafur Hjartarsson, þökkum við þeim kærlega fyrir sína vinnu Fundi slitið

Aðalfundur Snigla – Fundargerð Lesa meira »

Aðför að réttindum bifhjólafólks

Sniglar hafa sent eftirfarandi tilkynningu á Samgöngunefnd, samgönguráðherra og fjármálaráðherra; Bifhjólasamtök Lýðveldisins mótmæla því kröftuglega þeirri aðför sem gerð er að bifhjólafólki vegna tilvonandi kílómetragjalds. Þar er umferðarhópi sem í tilfelli þungra bifhjóla er að meðaltali tíu sinnum léttari en bílar, ætlað að borga margfalda upphæð samanborið við aðra umferðarhópa. Dæmið fyrir léttari bifhjól er enn verra en þar er munurinn meiri en þrítugfaldur! Til að bæta gráu ofan á svart eiga erlend bifhjól að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bílar við komu til landsins, sem að brýtur gegn jafnræðisreglu. Það er því krafa okkar að gætt sé jafnræðis og íslensk bifhjól greiði til samræmis við erlend. Tillaga BSL er því að þung bifhjól greiði 1,7 kr á km og létt bifhjól 0,6 kr. Þar með er ekki verið að fara fram á tíu sinnum lægra gjald, heldur aðeins fjórum sinnum minna, líkt og stjórnvöld hafa þegar gert að tillögu sinni varðandi erlend bifhjól við heimsókn til landsins. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar eru tilbúin að fylgja þessu máli eftir af festu.

Aðför að réttindum bifhjólafólks Lesa meira »

Shopping Cart
Scroll to Top