Aðalfundur Snigla 8.mars 2025
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi Húsið opnar kl 11:30 en fundur hefst stundvíslega kl 12:00.
Það eru allir velkomnir á fundinn en einungis greiddir Sniglar hafa kosningarrétt.
Dagskrá :
1. Setning fundar
2. Kosinn fundarstjóri
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu
4. Gjaldkeri leggur fram ársreikning
5. Umræða um ársreikning og skýrslu stjórnar
6. Gjaldkeri leggur fram rekstraráætlun komandi árs
7. Ákvörðun félagasgjalda fyrir næsta ár
8. Lagabreytingar ef einhverjar eru
9. Kosning formanns
10. Kosning í stjórn
11. Kosning tveggja skoðunarmanna
12. Önnur mál
13. Fundarslit
Stjórn Snigla er samansett af fimm manns:
Það er formaður og fjórir stjórnarmenn.
Formaður er kosinn til tveggja ára í senn.
Seta stjórnarmanna er tvö ár í og skiptist þannig að tveir fara út í einu.
Þrír varamenn í stjórn skulu kosnir til eins árs í senn.
Formaður
Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir hefur verið formaður síðastliðin 6 ár, en setið í stjórn í 9 ár.
Gefur hún kost á sér til formanns.
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir varaformaður er að ljúka sinni setu en gefur kost á sér áfram.
Jokka G Birnudóttir meðstjórnandi situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót.
Sigurjón Hansson ritari situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót .
Hrafnhildur Steindórsdóttir gjaldkeri er að ljúka sinni setu og gefur ekki kost á sér aftur.
Að sitja í stjórn Snigla er skemmtilegt og krefjandi starf, við höfum unnið náið með samgöngustofu, Vegagerðinni, borgaryfirvöldum og lögreglu í allskonar verkefnum ásamt því að vinna í allskyns herferðum
Það nýjasta er dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni sem gengur merkilega vel
Stjórnin vinnur með hagsmuni mótorhjólafólks í fyrirrúmi og erum í góðri samvinnu við FEMA
Svo eru skemmtilegu verkefnin eins og skipulagning 1.maí keyrslan, vorfundurinn ljúfi, fjölskyldugrill og ekki má gleyma öllum opnu húsin þar sem við fáum að hitta allt skemmtilega fólkið. Þar hafa ýmsir stigið á stokk, kynnt sig og sína, höfum fengið allskyns fræðsluefni, auk þess að fá beint samtal við hinar og þessar stofnanir
Við gerum kröfu um að fólk sem gefur sig fram til starfa fyrir Snigla, hafi tíma, áhuga og getu til að vinna að hagsmunum bifhjólamanna.
Þetta allt gerist ekki að sjálfu sér!
Við óskum eftir fersku fólki í stjórn með okkur og nú má unga fólkið endilega leggja okkur lið
Samfélagsmiðlar eru orðnir jafnsjálfssagðir og tíkallasímarnir voru hér áður og okkur vantar td einhvern hugmyndaríka/nn aðila í það
Endilega heyrðu í okkur, komdu í framboð, sumarið er handan við hornið og nóg að gera!
Samtakamáttur mótorhjólafólks á Íslandi fer núna vaxandi og við þökkum stuðninginn við starfið á liðnu ári. Það er með greiðandi félögum okkar sem hægt er að halda úti öflugri starfssemi og hagsmunagæslu. Við viljum því nota tækifærið og minna alla á að greiða greiðsluseðlana í heimabankanum, fyrir aðalfundinn, og þökkum fyrir stuðninginn um leið og við bíðum full eftirvæntingar eftir hjólasumrinu 2025.
Kær kveðja stjórn Bifhjólasamataka, lýðveldisins Sniglar.