Bifhjólafólk sótti á miðvikudaginn 10.júlí kynningarfund hjá Vegagerðinni í framhaldi af lagningu tilraunamalbiks á Reykjanesbraut. Talsverðar umræður höfðu skapast um þessa tilraun sem og tíðar blæðingar í klæðningu undanfarin ár.
Eins og gefur að skilja hefur bifhjólafólk miklar áhyggur af þessum málum og viljum við fá úrbætur.
Á fundinum voru auk starfsmanna Vegagerðarinnar fulltrúar frá stjórnum Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Sniglar, MC Sturlunga, Fenrir - Freemason Motorcycle Club of Iceland og HOG Chapter Iceland.
Samkvæmt fulltrúum Vegargerðarinnar á fundinum er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. Hemlunarviðmán hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum. Einnig voru kynntar breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum en breyting hefur verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert. Ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára er hins vegar vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Einnig kom fram að eftirlit með framkvæmdum hefur verið bætt m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði.
Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem að varð 2 bifhjólamönnum að bana.
Að sögn talsmanna Vegargerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu er orðin mikil og eykst með hverju ári, en viðhaldskuldin stendur í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að merkingar við framkvæmdir eru víða í ólagi sem getur reynst bifhjólafólki lífshættulegt. Einnig er það til að minnka trú fólks á merkingar þegar þær fá að standa alltof lengi, og bent var á að eftirlit með merkingum þyrfti að laga mikið. Loks var lögð fram krafa alls bifhjólafólks á fundinum að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið er inn á tilraunaverkefni á vegum Vegagerðarinnar. Einnig var þess krafist að tekin yrði upp sú vinnuregla að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og mun Vegagerðin svara þessu erindi á næstunni. Vegagerðin er að vinna að viðbragðsáætlun vegna blæðinga í klæðningu og óskaði Vegagerðin eftir að fá að senda skjalið á alla fundarmenn og fá ábendingar um það sem betur mætti fara. Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar. Það vantar peninga í þennan málaflokk og lítið um svör þrátt fyrir erindi Vegagerðarinnar til stjórnvalda.
Vill stjórn Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta, því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.
Við óskum eftir því aðalþingismenn og stjórnvöld bregðist við með auknu fjárframlagi.
Mannslíf eru ómetanlegog ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.
Við eigumframtíðina fyrir framan okkur og viljum við tryggja öryggi bifhjólamanna ávegum okkar ásamt öllum þeim sem aka þar um.
...