Barcelona: hentu hjólinu þínu og fáðu ókeypis strætókort
Samtök spænskra mótorhjólamanna, ANM,styðja ekki tillöguna um að úrelda hjól: „Mótorhjól eru ekki vandamálið, þau eru hluti af lausninni fyrir hreyfanleika í borgum“.
Ef þú býrð í Barcelona og átt gamlan bíl eða mótorhjól og eyðir því geturðu fengið þriggja ára ókeypis ferðalög með almenningssamgöngum í staðinn. Þetta er hluti af umdeildri herferð Barcelona til að losna við gömul, óumhverfisvæn farartæki.
Þau ökutæki sem eiga rétt á að sækja um kortið við úreldingu eru dísilbílar allt að Euro III skráðir fyrir 2006, bensín- eða dísilbílar allt að Euro II skráðir fyrir árið 2000. Mótorhjól án evruflokkunar eða Euro I, vespur skráðar fyrir 17. júní 2002 og bifhjól skráð fyrir 1. júlí 2004 koma einnig til greina.
Við (FEMA) ræddum við Fermín Hernández Martínez frá spænskum mótorhjólamannasamtökum – og meðlim í FEMA – Asociación Nacional de Motoristas (ANM). Hann er ekki mikill aðdáandi tillögunnar um að úrelda hjól, svo ekki sé meira sagt.
„Núverandi herferð Barcelona hljómar meira eins og áróðursáhyggjur en raunveruleg lausn fyrir borgarana og hreyfanleika. Það mætti halda að þessi herferð sé aðgerð gegn hreyfanleika einkaaðila eins og mótorhjólum og bílum. Frelsi til að velja viðeigandi ferðamáta er hafnað af herferð Barcelona. Það er verið að þrýsta á íbúa að losa sig við gömlu farartækin sín án annarra kosta en almenningssamgangna sem í mörgum tilfellum geta ekki náð öllum stöðum og geta ekki tryggt að þú komist í vinnuna á réttum tíma. Almenningssamgöngur eru ekki ekki fyrir alla; fyrir ANM er frelsi til að velja annað hvort neðanjarðarlest, strætó, reiðhjól, mótorhjól eða bíl skynsamlegra.“
„Bæjarstjórn Barcelona ætti að hugsa um herferðir sem stuðla að notkun á vélknúnum tvíhjólum í og við borgina.
„Vegna efnahagskreppunnar hafa margir engan pening fyrir nýju farartæki, þannig að þegar ráðhús Barcelona hvetur til breytinga á hreyfanleika, krefjast borgarar meira en bara eins valkosts. Ef borgarar þurfa að losa sig við gömlu farartækin sín og eiga ekki annan kost en almenningssamgöngur á fólk á hættu að missa vinnuna; fólk sem á ekki pening fyrir nýjum bíl hefur yfirleitt ekki peninga til að flytja nær dýrara höfuðborgarsvæðinu heldur.“
Barcelona er borg með fleiri mótorhjólum en margar aðrar borgir, aðallega vegna þéttbýlis, stöðugs veðurs og heimsborgarmenningar. Tiltölulega lágur kostnaður við bæði kaup og viðhald á mótorhjóli er kannski mikilvægasti þátturinn sem þarf að nefna og eykur vinsældir þess meðal notenda. Áður en herferðir eins og þessar hefjast ætti borgarstjórn Barcelona að láta í ljós skoðanir borgara og stofnana eins og ANM og kannski hugsa um herferðir sem stuðla að notkun á vélknúnum tvíhjólum í og við borgina. Mótorhjól eru ekki vandamálið, þau eru hluti af lausninni fyrir hreyfanleika í borgum.“
Hér er hægt að lesa greinina á ensku;
https://www.femamotorcycling.eu/barcelona-dump-your-bike/
...