13/12/2021

Bretar eru í vandræðum

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hagsmunamál

Bretar eru í vandræðum vegna flutninga á mótorhjólum til Evrópusambandsins

Breskir mótorhjólamenn sem hafa flutt hjól sín til landa innan ESB með flutningabílum eða sendibílum, lenda oft í vandræðum og hafa þurft að borga háar sektir og tolla til evrópusambandsins.

Þetta voru ófyrirséðar afleiðingar Brexit, eða þegar Bretland sagði sig frá Evrópusambandinu. Bresku og evrópsku samtökin FEMA og NMC,auk FIVA báðu framkvæmdarstjórn ESB um aðstoð.

Margir breskir eigendur mótorhjóla og fornbíla vilja ferðast til ESB til að fara á td sýningar, til að sýna sig og sjá aðra.  Eða þeir vilja hafa farartæki sín til staðarí þeim löndum þar sem þeir geta ferðast til og þá notað þau þar.

Til að auðvelda sér ferðalagið, hafa faratækin oft verið flutt á milli í vögnum eða á flutningabílum. Við urðum vör við að sú staða kom upp að eigendur héldu þeir væru að að létta sér lífið með þessum flutningum, en standa þá frammi fyrir því að þurfa að borga sektir eða tolla innan ESB, er þeir fóru með farartækin yfir landamæri. Svipuð vandamál hafa komið upp er þeir fara frá ESB til Bretlands.

Svo virðist sem aðildarríki ESB hafi mismunandi skoðanir á nauðsynlegum pappírum og hvernig eigi að standa að slíkum flutningum.

Svo virðist sem þetta séu bara ökutæki sem eru götuskráð ,ekki óskráð ökutæki sem eru notuð í keppnir eða á sýningar, þar sem ATA Carnet reglur eru til staðar líkt og lýst er í viðskipta og samvinnusamningi ESB og Bretlands

FIVA, NMC og FEMA hafa skrifað bréf til framkvæmdarstjóra ESB, Thierry Breton, og óskað eftir aðstoð til að leysa þetta mál.  Við höfum nokkrar hugmyndir, sem gætu hjálpað til við að leysa úr þessu vandamáli og ósku, eftir viðræðum við hann.

Hér má lesa bréfið í heild sinni

 Hér má lesa greinina á ensku

 

Top photograph courtesy of cycleworld.com/Jeff Allen

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir