1/5/2019

Frábær þátttaka í hópakstri 1. maí á fallegum degi

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Hjólamenningin

Hópaksturinn 1. maí á 35 ára afmælisári Snigla heppnaðist með besta móti. Mæting var ótrúlega góð en 921 mótorhjól var talið við Bauhaus þegar mest var en á þeim tíma voru einhverjir ekki komnir og aðrir farnir. Það er því líklegt að fjöldi hjóla hafi verið vel yfir 1000 sem eflaust er met, eða í það minnsta nálægt því.

Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, fékk því höfðinglegar móttökur.

Veðrið lék við mannskapinn og gestir og gangandi sáu ótrúlega fjölbreytni hjóla og mannlífs og margir höfðu orð á því að ýmsir sjaldgæfir gripir hefðu nú sést í fyrsta skiptið.

Sniglar þakka kærlega þátttökuna og minna á að samvinna gefur okkur slagkraft og það munar miklu um skráningar í Snigla svo við getum haldið þeirri vinnu gangandi.

Við munum gera okkur dagamun oft í sumar og því er um að gera að fylgjast með. Við minnum einnig á opnu húsin á miðvikudögum en þangað er tilvalið að mæta til að skipuleggja kvöldtúra saman.

Kærar þakkir fyrir frábæran dag!

...

Nýlegar fréttir