Uncategorized

1.maí keyrsla 2025

Þrátt fyrir kalsaveður og smá úða mættu fjöldi manns í 1.maí keyrslu Snigla sem var vel. Svona keyrsla fer ekki í gang að sjálfu sér og vilja Sniglar þakka Reykjavíkurborg, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Strætisvögnum Reykjavíkur kærlega fyrir alla samvinunna. Þetta væri heldur ekki hægt án alls mótorhjólafólks sem lagði sitt fram í umferðarstjórn, því víðsvegar þarf að stoppa umferð, bæði akandi og gangandi. Það eru ekki komnar tölur um fjölda hjóla sem mættu í keyrslu en þau voru þó yfir 500 talsins. Að auki þá var safnað fyrir Grensás og takk allir sem lögðu sitt af mörkum en tæplega hálf milljón safnaðist og er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikning ef fólk vill bæta við, 4706911909 0516-26-21201 Sniglar munu þar að auki leggja framlag á móti. Söfnun stendur til 15.maí. Takk allir fyrir frábæran dag og velkomið hjólasumar 2025. Elva Hrönn Guðbjartsdóttir tók myndir af hjólafólkinu þennan dag og má sjá hluta af þeim myndum hér.

1.maí keyrsla 2025 Lesa meira »

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina

Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, afhentu Vegagerðinni ágóða af dósasöfnun sinni þann 1. maí. Alls söfnuðust 400 þúsund krónur en fyrir það fást 10 metrar af malbiki eða 50 metrar af klæðingu. https://www.vegagerdin.is/vegagerdin/starfsemi/frettir/sniglar-sofnudu-fyrir-vegagerd?fbclid=IwY2xjawKB6uRleHRuA2FlbQIxMABicmlkETB2MmhpOURCQzBUY21PV0hUAR6I_xV16KWQjFLJVmX_yGe2lzL-NGJMvNrYMrhqGfaM9LUz6b6zmCdbEIc6TQ_aem_zxxUPvdmLSlvUpWRB3Ggeg

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina Lesa meira »

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí

„Veginn heilan heim“Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar endar 1.maí Sniglar og Endurvinnslan tóku höndum saman í lok síðasta árs og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni en eins og allir vita hefur sú stofnun verið fjársvelt til margra ára sem hefur bitnað illilega á vegakerfi landsins Vildum við með þessu vekja athygli á hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að þetta sé leiðrétt hið snarasta En nú er komið að því að afhenda Vegagerðinni afrakstur þessarar söfnunar og þar með ljúka þessum gjörning Því ekki að nota tækifærið í vortiltektinni og skutla dósum og flöskum í Endurvinnsluna og styrkja Vegagerðina í  leiðinni Þó upphæðin verði ekki stór er þó kannski hægt að leggja einn til tvo metra af malbiki fyrir hana Sniglar og Endurvinnslan munu afhenda fulltrúa Vegagerðarinnar afrakstur söfnunarinnar við Alþingishúsið þann 1.maí kl 15.00, það væri gaman að sjá sem flesta þar því við viljum vekja athygli á að okkur mótorhjólafólki stendur ekki á sama um svo mikilvægan innvið sem vegirnir okkar eru

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí Lesa meira »

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segir sagan, og það þarf gott fólk til að vinna saman að stórum verkefnum. Sniglar urðu 40 ára í fyrra og af því tilefni var sett upp mótorhjólasýning í húsnæði Bílabúð Benna og var það heljarinnar sýning. Svoleiðis viðburði er ekki hent upp með annarri hendi og fengu Sniglar dygga aðstoð í því verkefni, en þar stóðu þeir feðgar Hjörtur „Líklegur“ og Óli „Prik“ þar vaktina ásamt fleira góðu fólki. Njáll Gunnlaugsson bar þar líka hitann og þungann af þessu verkefni. Að auki hefur svo Steinmar Gunnarsson staðið vaktina fyrir Snigla í stjórn FEMA í mörg ár, en hefur nú lokið þar störfum. Var ákveðið að færa þessum piltum viðurkenningu frá Sniglum með þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu Snigla, það eru svo margir sem hjálpa til á einn eða annan hátt og er stjórn Snigla gríðarlega þakklát fyrir ykkur öll því jú án ykkar væri félagsstarf okkar ekki svona víðtækt.

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf Lesa meira »

Shopping Cart
Scroll to Top