1.maí keyrsla 2025
Þrátt fyrir kalsaveður og smá úða mættu fjöldi manns í 1.maí keyrslu Snigla sem var vel. Svona keyrsla fer ekki í gang að sjálfu sér og vilja Sniglar þakka Reykjavíkurborg, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Strætisvögnum Reykjavíkur kærlega fyrir alla samvinunna. Þetta væri heldur ekki hægt án alls mótorhjólafólks sem lagði sitt fram í umferðarstjórn, því víðsvegar þarf að stoppa umferð, bæði akandi og gangandi. Það eru ekki komnar tölur um fjölda hjóla sem mættu í keyrslu en þau voru þó yfir 500 talsins. Að auki þá var safnað fyrir Grensás og takk allir sem lögðu sitt af mörkum en tæplega hálf milljón safnaðist og er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikning ef fólk vill bæta við, 4706911909 0516-26-21201 Sniglar munu þar að auki leggja framlag á móti. Söfnun stendur til 15.maí. Takk allir fyrir frábæran dag og velkomið hjólasumar 2025. Elva Hrönn Guðbjartsdóttir tók myndir af hjólafólkinu þennan dag og má sjá hluta af þeim myndum hér.
1.maí keyrsla 2025 Lesa meira »