Næsta mynd og sú næstsíðasta af herferð Snigla er af Rúnu Björk Þorsteinsdóttu en hún er kennari
Rúna hefur hjólað í mörg ár og hennar orð út í umferðina eru; "Förum varlega og njótum lífsins"
Það er á ábyrgð hvers og eins að fara varlega í umferðinni en þó má ekki gleyma að hafa gaman af því sem maður er að gera.
Nú þegar sól hækkar á lofti fer fiðringur um hjólafólk. Komast út að hjóla sem fyrst því það jú gefur lífinu gildi. Margt hjólafólk segir að það haldi manni ungum að hjóla, útiveran, vindurinn í fangið, sólin í hjartað og hor út á kinn.
Förum varlega en njótum þess
Myndina tók Ívar Helgason, https://www.facebook.com/ivarphoto/,
Endanlegt útlit Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir
...