Stjórn Snigla

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí

„Veginn heilan heim“Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar endar 1.maí Sniglar og Endurvinnslan tóku höndum saman í lok síðasta árs og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni en eins og allir vita hefur sú stofnun verið fjársvelt til margra ára sem hefur bitnað illilega á vegakerfi landsins Vildum við með þessu vekja athygli á hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að þetta sé leiðrétt hið snarasta En nú er komið að því að afhenda Vegagerðinni afrakstur þessarar söfnunar og þar með ljúka þessum gjörning Því ekki að nota tækifærið í vortiltektinni og skutla dósum og flöskum í Endurvinnsluna og styrkja Vegagerðina í  leiðinni Þó upphæðin verði ekki stór er þó kannski hægt að leggja einn til tvo metra af malbiki fyrir hana Sniglar og Endurvinnslan munu afhenda fulltrúa Vegagerðarinnar afrakstur söfnunarinnar við Alþingishúsið þann 1.maí kl 15.00, það væri gaman að sjá sem flesta þar því við viljum vekja athygli á að okkur mótorhjólafólki stendur ekki á sama um svo mikilvægan innvið sem vegirnir okkar eru

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí Lesa meira »

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segir sagan, og það þarf gott fólk til að vinna saman að stórum verkefnum. Sniglar urðu 40 ára í fyrra og af því tilefni var sett upp mótorhjólasýning í húsnæði Bílabúð Benna og var það heljarinnar sýning. Svoleiðis viðburði er ekki hent upp með annarri hendi og fengu Sniglar dygga aðstoð í því verkefni, en þar stóðu þeir feðgar Hjörtur „Líklegur“ og Óli „Prik“ þar vaktina ásamt fleira góðu fólki. Njáll Gunnlaugsson bar þar líka hitann og þungann af þessu verkefni. Að auki hefur svo Steinmar Gunnarsson staðið vaktina fyrir Snigla í stjórn FEMA í mörg ár, en hefur nú lokið þar störfum. Var ákveðið að færa þessum piltum viðurkenningu frá Sniglum með þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu Snigla, það eru svo margir sem hjálpa til á einn eða annan hátt og er stjórn Snigla gríðarlega þakklát fyrir ykkur öll því jú án ykkar væri félagsstarf okkar ekki svona víðtækt.

Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf Lesa meira »

Aðalfundur Snigla – Fundargerð

Fundargerð aðalfundar Snigla 08/03 2025 í húsi Fornbílaklúbbsins, Ögurhvarfi 2 Fundarstjóri; Skúli GautasonRitari; Kristrún Tryggvadóttir Hefðbundin aðalfundarstörf og umræður í lokin Varamenn voru kosnir til eins árs, en það eru Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, og Ragna Berg. Eins voru kynnt rafræn félagsskírteini, en þau munu komast í gagnið á komandi dögum.  Með þeim er svo hægt að fá afslætti á ýmsum stöðum sem kynnt verða á heimasíðu Snigla, sniglar.isSniglar gáfu viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf í þágu Snigla, en þær hlutu Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, Hjörtur (Líklegur) Jónsson og Ólafur Hjartarsson, þökkum við þeim kærlega fyrir sína vinnu Fundi slitið

Aðalfundur Snigla – Fundargerð Lesa meira »

Aðför að réttindum bifhjólafólks

Sniglar hafa sent eftirfarandi tilkynningu á Samgöngunefnd, samgönguráðherra og fjármálaráðherra; Bifhjólasamtök Lýðveldisins mótmæla því kröftuglega þeirri aðför sem gerð er að bifhjólafólki vegna tilvonandi kílómetragjalds. Þar er umferðarhópi sem í tilfelli þungra bifhjóla er að meðaltali tíu sinnum léttari en bílar, ætlað að borga margfalda upphæð samanborið við aðra umferðarhópa. Dæmið fyrir léttari bifhjól er enn verra en þar er munurinn meiri en þrítugfaldur! Til að bæta gráu ofan á svart eiga erlend bifhjól að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bílar við komu til landsins, sem að brýtur gegn jafnræðisreglu. Það er því krafa okkar að gætt sé jafnræðis og íslensk bifhjól greiði til samræmis við erlend. Tillaga BSL er því að þung bifhjól greiði 1,7 kr á km og létt bifhjól 0,6 kr. Þar með er ekki verið að fara fram á tíu sinnum lægra gjald, heldur aðeins fjórum sinnum minna, líkt og stjórnvöld hafa þegar gert að tillögu sinni varðandi erlend bifhjól við heimsókn til landsins. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar eru tilbúin að fylgja þessu máli eftir af festu.

Aðför að réttindum bifhjólafólks Lesa meira »

Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds

Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina “nýtt” frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur situr í stjórn Snigla. Njáll Gunnlaugsson

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Lesa meira »

Hvert fer kíló­metra­gjaldið mitt?

Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla.  Jokka G Birnudóttir, #2459

Hvert fer kíló­metra­gjaldið mitt? Lesa meira »

Hilmar Lúthersson, Snigill #1 er látinn

Hilmar Lúthersson lést að morgni fimmtudagsins 20. febrúar, 86 ára að aldri. Hilmar lést eftir stutta sjúkdómslegu en hann greindist með krabbamein í lungum fyrir stuttu. Hilmar er einn af stofnfélögum Bifhjólasamtaka Lýðveldisins en var auk þess félagsmaður í mörgum öðrum mótorhjólaklúbbum eins og til dæmis Göflurum, Gamlingjum, Þverhausum og Drullusokkum. Hilmar fæddist 26. ágúst 1938 og hefur því séð tímana tvenna. Fyrstu skellinöðruna sína keypti hann aðeins tólf ára gamall árið 1950 og fyrsta stóra mótorhjólið eignaðist hann vorið 1956 en það var Ariel 500. Hilmar var mikill áhugamaður um gömul mótorhjól og gerði þau upp á færibandi allt fram undir það síðasta. Eftir hann liggja mörg listaverkin og skipta gripirnir nálægt hundraði enda var hann afkastamikill og undrafljótur að koma þeim aftur í upprunalegt horf. Hilmar gerði þau ekki einungis upp, heldur notaði þau líka og var duglegur að hjóla þeim þar til á síðasta ári. Hilmar varð líka Íslandsmeistari í kvartmílu tvö ár í röð, 1985-6. Félagar hans í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins senda ættingjum hans og vinum hugheilar samúðarkveðjur, en útför Hilmars mun fara fram föstudaginn 7. mars kl 13:00. Nánar verður tilkynnt um tilhögun hennar þegar nær dregur.

Hilmar Lúthersson, Snigill #1 er látinn Lesa meira »

Sniglafréttir ekki lengur á prenti

Tímarnir breytast og mennirnir með, Sniglafréttir ekki lengur á prenti. Í covid kom upp sú hugmynd að gefa aftur út Sniglafréttir, en sá miðill var mjög vinsæll meðal Snigla hér á árum áður. Jokka tók að sér ritstjórn blaðsins, en það var gefið út fyrst tvisvar fyrsta árið en svo einu sinni á ári. Það var óskaplega skemmtileg vinna að safna viðtölum, greinum og myndum til að setja í blaðið og á þessum tíma var það ómetanlegt að geta sent félagsmönnum eitthvað gleðiefni. En nú er svo komið að útgáfu Sniglafrétta er í raun lokið. Þar sem bæði er mikill kostnaður við prentun og eins sendingarkostnaður var sú ákvörðun tekin. Í stað þess verða Sniglafréttir á heimasíðu Snigla í annarri mynd. Gætu slæðst þar inn gamlar Sniglafréttir og eins áhugaverðar greinar eða pistlar ef fólk vill skrifa eitthvað skemmtilegt. Sniglafréttir var skemmtilegur og fræðandi skóli og þakka ég þeim sem tóku þátt með mér í þessu kærlega fyrir að gefa mér tíma, segja mér sögur, skrifa pistla, grafa upp gamlar myndir og benda mér á áhugavert efni En nú segi ég af mér sem ritstjóri Kær hjólakveðja Jokka

Sniglafréttir ekki lengur á prenti Lesa meira »

Aðalfundur Bifhjólasamtaka, lýðveldisins Sniglar

Aðalfundur Snigla 8.mars 2025 Fundurinn verður haldinn í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi Húsið opnar kl 11:30 en fundur hefst stundvíslega kl 12:00. Það eru allir velkomnir á fundinn en einungis greiddir Sniglar hafa kosningarrétt. Dagskrá : 1. Setning fundar 2. Kosinn fundarstjóri 3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu 4. Gjaldkeri leggur fram ársreikning 5. Umræða um ársreikning og skýrslu stjórnar 6. Gjaldkeri leggur fram rekstraráætlun komandi árs 7. Ákvörðun félagasgjalda fyrir næsta ár 8. Lagabreytingar ef einhverjar eru 9. Kosning formanns 10. Kosning í stjórn 11. Kosning tveggja skoðunarmanna 12. Önnur mál 13. Fundarslit Stjórn Snigla er samansett af fimm manns: Það er formaður og fjórir stjórnarmenn. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Seta stjórnarmanna er tvö ár í og skiptist þannig að tveir fara út í einu. Þrír varamenn í stjórn skulu kosnir til eins árs í senn. Formaður Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir hefur verið formaður síðastliðin 6 ár, en setið í stjórn í 9 ár. Gefur hún kost á sér til formanns. Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir varaformaður er að ljúka sinni setu en gefur kost á sér áfram. Jokka G Birnudóttir meðstjórnandi situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót. Sigurjón Hansson ritari situr áfram í stjórn í eitt ár í viðbót . Hrafnhildur Steindórsdóttir gjaldkeri er að ljúka sinni setu og gefur ekki kost á sér aftur. Að sitja í stjórn Snigla er skemmtilegt og krefjandi starf, við höfum unnið náið með samgöngustofu, Vegagerðinni, borgaryfirvöldum og lögreglu í allskonar verkefnum ásamt því að vinna í allskyns herferðum Það nýjasta er dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni sem gengur merkilega vel Stjórnin vinnur með hagsmuni mótorhjólafólks í fyrirrúmi og erum í góðri samvinnu við FEMA Svo eru skemmtilegu verkefnin eins og skipulagning 1.maí keyrslan, vorfundurinn ljúfi, fjölskyldugrill og ekki má gleyma öllum opnu húsin þar sem við fáum að hitta allt skemmtilega fólkið. Þar hafa ýmsir stigið á stokk, kynnt sig og sína, höfum fengið allskyns fræðsluefni, auk þess að fá beint samtal við hinar og þessar stofnanir Við gerum kröfu um að fólk sem gefur sig fram til starfa fyrir Snigla, hafi tíma, áhuga og getu til að vinna að hagsmunum bifhjólamanna. Þetta allt gerist ekki að sjálfu sér! Við óskum eftir fersku fólki í stjórn með okkur og nú má unga fólkið endilega leggja okkur lið  Samfélagsmiðlar eru orðnir jafnsjálfssagðir og tíkallasímarnir voru hér áður og okkur vantar td einhvern hugmyndaríka/nn aðila í það Endilega heyrðu í okkur, komdu í framboð, sumarið er handan við hornið og nóg að gera! Samtakamáttur mótorhjólafólks á Íslandi fer núna vaxandi og við þökkum stuðninginn við starfið á liðnu ári. Það er með greiðandi félögum okkar sem hægt er að halda úti öflugri starfssemi og hagsmunagæslu. Við viljum því nota tækifærið og minna alla á að greiða greiðsluseðlana í heimabankanum, fyrir aðalfundinn, og þökkum fyrir stuðninginn um leið og við bíðum full eftirvæntingar eftir hjólasumrinu 2025. Kær kveðja stjórn Bifhjólasamataka, lýðveldisins Sniglar.

Aðalfundur Bifhjólasamtaka, lýðveldisins Sniglar Lesa meira »

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka

Hér setjum við inn upptöku frá opna fundinum sem haldinn var í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ miðvikudaginn 23.október. Hér er dagskráin: 1. Nýframkvæmdir og fjárfestingar næstu árin – Arndís Ósk Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs 2. Viðhald á vegum – Oddur Sigurðsson Hjaltalín, forstöðumaður stoðdeildar 3. Upplýsingamiðlun til vegfarenda – Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustudeildar 4. Opnar umræður og spurningar Fjöldi bifhjólafólks mætti á kynninguna ásamt, forstjóra Colas, Sigþóri Sigurðssyni, alþingismaðurinn Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum og framkvæmdastjóri FÍB Runólfur Ólafsson. Við þökkum öllum sem komu og tóku þátt í að kynna sér bætt öryggi okkar í umferðinni. Við höfum sýnt að við erum sterk samtök og félagsfólk okkar hefur mikið fram að færa í þessum málefnum. Það hefur vakið athygli hversu sterk og sýnileg við erum.

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka Lesa meira »

Shopping Cart
Scroll to Top