Fjölskyldugrill Grensás

Miðvikudaginn 13 ágúst voru Sniglar með fjölskyldu grill hjá Grensás. Mikill fjöldi bifhjólafólks mættu ásamt starfsfólki og skjólstæðingum Grensás. Heppnin var með okkur og fengum við blíðskaparveður og áttum við góða samveru saman. Sniglar fengu styrk fyrir pylsur og ís og þökkum við kærlega fyrir. Þann 1.maí söfnuðu Sniglar 700.000 þus fyrir Grensás og í fjölskyldugrillinu söfnuðust 261.700 krónur. Við þökkum við öllum innilega fyrir stuðninginn. Hér eru nokkrar myndir og sjáumst aftur að ári

Fjölskyldugrill Grensás Lesa meira »

Sniglar krefjast svara

Eftirfarandi áskorun var send á vegagerðina Til: Vegagerðin Efni: Hættuleg vegrið – krafa um skýrt svar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar krefjumst skriflegs svar vegna hættulegra aðstæðna fyrir bifhjólafólk sem tengjast vegriðum. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, m.a. í frétt Vísis þann 11. júlí 2025 https://www.visir.is/g/20252750011d/-langthreytt-a-ad-thad-seu-bodadir-fundir-thegar-eitthvad-kemur-upp-a- Þar er m.a. vísað í leiðbeiningar um umferðaöryggi sem unnar voru með Vegagerðinni. Við teljum fullkomlega óásættanlegt að hættuleg vegrið séu enn til staðar víða á landinu, þrátt fyrir að bæði sérfræðingar og notendur hafi ítrekað bent á þessa vá. Það er löngu vitað að stólpar vegriða og grófur frágangur eru bein ógn við öryggi þeirra sem ferðast á bifhjólum Um þetta hafa verið gerðar athugasemdir ítrekað. Við krefjumst skriflegs svars við þessu erindi innan 10 virkra daga, þar sem þetta varðar bæði ábyrgð stofnunarinnar og traust þeirra sem treysta á öruggar samgöngur – þar með talið bifhjólafólk sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart vegakerfinu. Nú er nóg komið. Það er ekki hægt að bíða eftir fleiri slysum til að bregðast við. Eftirfarandi grein var að koma frá Fema sem við erum búin að þýða yfir á íslensku „Snjallari hönnun vegriða getur bjargað lífi mótorhjólamanna“ Ný rannsókn varpar ljósi á þá leyndu ógn sem allir mótorhjólamenn þekkja: vegrið úr stáli sem prýða þúsundir kílómetra af vegum.Mótorhjólamenn um alla Evrópu þekkja hætturnar af hálum beygjum og óvæntum hindrunum. Rannsóknir staðfesta að þessar grindur, sem fyrst og fremst eru hannaðar til að vernda farþega í bílum, eru alvarleg hætta fyrir mótorhjólamenn í tiltekinni tegund slysa: uppréttum árekstri. Þegar ökumaður lendir í uppréttri stöðu á grind lendir brjósti eða kviður oft beint á hvassa efri brún vegriðs. Rannsóknargreinin kallar eftir betri vegriðum til að vernda mótorhjólamenn í þessari tegund slysa.Þó að „mótorhjólavænar“ grindur séu þegar til staðar til að draga úr meiðslum af völdum hálkuárekstra, þar sem ökumenn renna í grindina eftir að hafa dottið af hjólinu sínu, er efri brún hefðbundinna vegriða enn hættulegar í uppréttum árekstri. Rannsóknin, sem birt er í tímaritinu Infrastructures, fjallar um fjölbreytt úrval einkaleyfa og hönnunar sem miða að því að draga úr hættu á árekstri á efri brún. Rannsóknarhópurinn, sem samanstóð af öryggisverkfræðingum og sérfræðingum í innviðum, mat þrettán alþjóðlegar hannanir, til að meta möguleika þeirra á að bjarga mannslífum, þar á meðal bæði ódýrar endurbætur og hátæknilegar viðbætur við hindrun.„Flestar núverandi lausnir miða að því að koma í veg fyrir renniáverka, sem er mikilvægt,“ sagði aðalhöfundurinn. „En við komumst að því að mjög fáar fjalla um hættuna á því sem gerist þegar mótorhjólamaður lendir framan á efri handriðið, enn á hjólinu.“ Rannsakendurnir fundu nokkrar efnilegar hönnunir, þar á meðal eina sem þróuð var af Texas A&M háskólanum. Endurbætur þeirra bæta við beygðum eða flötum stálplötu ofan á handriðið, sem hjálpar til við að dreifa krafti árekstursins og koma í veg fyrir meiðsli af völdum hvassra brúna. Önnur sem stóð upp úr var spænsk uppfinning sem kallast P2025012, stálbiti/skúffa sem er mótaður til að passa ofan á núverandi vegriðHann er einfaldur, tiltölulega ódýr og truflar ekki hluti eins og vatnsfrárennsli eða snjómoksturstæki, sem er mikill kostur fyrir vegagerðaryfirvöld.Tilvitnun úr rannsókninni: Skýrt skilgreind, vísindamiðuð viðmið verða að vera sett til að meta virkni efri verndarkerfa. Þetta er ekki hægt að ná án sterks samstarfs milli mótorhjólasamtaka, evrópskra stofnana (eins og FEMA og ETSC), rannsóknasamfélagsins og atvinnulífsins.Flestar hindranir í Evrópu eru stál-W-bjálkar. Þegar bíll lendir á einum gleypir kerfið orkuna með því að sveigjast og beygjast, sem hjálpar til við að halda ökutækinu á veginum. En mótorhjól valda ekki sömu viðbrögðum. Líkami mótorhjólamanns er mun léttari og þegar hann lendir á efri brún bjálkans er lítil orkuupptaka, bara hörð brún, sem ekkert gefur eftir. Í árekstri með rennu fara ökumenn oft undir handriðið, þar sem nýrri „verndarkerfi mótorhjólamanns“ (MPS) hjálpa til við að koma í veg fyrir banvæn meiðsli með því að hylja staurana og neðri hlutana. En efri brúnin er samt óvarin í flestum tilfellum. Hættan er mest í beygjum, sérstaklega þröngum beygjum. Samkvæmt evrópskum slysagögnum felst næstum helmingur banvænna mótorhjólaslysa í árekstri eins ökutækis, oft í beygju. Ef ökumaður missir stjórn en helst uppréttur er líklegt að líkami hans lendi í efri handriðið í brjósthæð. Án hlífðarbúnaðar fyrir búkinn eru afleiðingarnar oft banvænar.Þrátt fyrir að hönnun og tækni sé til staðar, hafa þessar varnir ekki verið ekki verið teknar upp. Helstu ástæðurnar? Kostnaður, flækjustig, viðhald og skortur á stöðlum. Sum kerfanna sem skoðuð voru, fela í sér flóknar plasthlífar eða kassalaga mannvirki sem þekja alla vegrið. Þótt þau veiti betri vörn eru þau dýr og stundum erfið í uppsetningu. Og eins og við mótorhjólamenn vitum eru mörg þessara kerfa hönnuð með hraðbrautir í huga, ekki sveitavegi þar sem flest banvæn mótorhjólaslys eiga sér stað.Rannsóknin undirstrikar brýna þörf fyrir skýra tæknilega staðla fyrir varnir gegn uppréttum árekstri. Eins og er, er engin opinber krafa eða próf fyrir því hvernig vegrið ætti að bregðast við þegar mótorhjólamaður keyrir á það í uppréttri stöðu. Án staðla er enginn lagalegur eða pólitískur þrýstingur til að setja upp betri kerfi og vegagerðarmenn hafa tilhneigingu til að forgangsraða öryggi bíla vegna ábyrgðar og kostnaðarsjónarmiða.Höfundarnir kalla eftir samstarfi milli vegahönnuða, öryggisrannsakenda, stjórnvalda og samtaka eins og Sambands evrópskra mótorhjólasamtaka (FEMA), sem og Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla. Þeir leggja einnig áherslu á mikilvægi þess að fá mótorhjólamenn til að taka þátt í ákvörðunum um innviði. „Þetta snýst um að gera vegi örugga fyrir alla, ekki bara þá sem sitja í bílum,“ sagði aðalhöfundurinn. „Tiltölulega einföld vörn gæti skipt sköpum um hvort maður komist lifandi frá árekstri eða ekki.“„Vegrið sem ætlað er að bjarga mannslífum ættu ekki að verða banvæn hindrun fyrir mótorhjólamenn.“Þangað til öruggari handrið verða normið ættu mótorhjólamenn að vera meðvitaðir um áhættuna og berjast fyrir breytingum:Tilkynnið hættulegar hindranir hvar sem þær kunna að leynast.Styðjið landssamtök mótorhjólamanna ykkar.Höfundur greinar: Wim Taal, framkvæmdastjóri FEMAÞýðing: Steinmar Gunnarsson BLS (Sniglar)

Sniglar krefjast svara Lesa meira »

Samstöðufundur

Samstöðufundur – fundargerð Sniglar héldu samstöðufund vegna umræðu stjórnvalda um komandi kílómetragjald, og mættu rúmlega 100 manns á fundinn. Mikill hiti var í fólki enda upplifir bifhjólafólk það sé bara ekki hlustað á það Hér fyrir neðan eru helstu punktar frá fundinum, en þar sem margar hugmyndir og spurningar komu fram reyndi fundarritari að ná þeim öllum í stikkorðum ▪ Kostnaðurinn við að halda úti kerfinu, heimasíða, eftirfylgni,staðfesting á km, innheimta▪ Skylduskoðun árlega hér, uþb 100-120 millj á ári í innh MótmæliÞingmenn eru hræddastir við samstöðu, þegar heill hópur tekur sig saman er hlustað Í enda fundar var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hittist reglulega og ræðir hvaða leiðir er hægt að fara til að ná eyrum stjórnvalda og hvað er best til úrlausna Vinnuhópur:Jón Þór, Milan, Birgir, Sverrir, GummiZ, Karl, Jón Berg, Maríanna, Jóna Guðný, Njáll,HoddóKristrún heldur utanum Betur má ef duga skal, við hvetjum alla til að leggja málefninu lið hvort sem það er opinberlega eða ræða við vinnuhópinn, koma á Snigla fundi, allt hjálpar til, en við krefjumst þess að stjórnvöld hlusti og taki tillit til bifhjólafólks

Samstöðufundur Lesa meira »

BellRing

BellRing var haldið í Sniglaheimilinu miðvikudaginn 28.maí , og var mæting góð. Um 100 manns komu, fengu knús, spjall kaffi og kleinur, og var svo lesinn upp listi fallinna félaga. Þetta var falleg stund og þökkum við öllum þeim er mættu Förum varlega í sumar og komum öll heil heim ❤️

BellRing Lesa meira »

Vorfagnaður í Hafnarfirði

Vorfagnaður var haldinn í dag á vegum Snigla, Ökuskóla 3, Samgöngustofu, Ökukennarafélags Íslands og Kvartmíluklúbbsins Það var blíðskaparveður og góð mæting enda orðinn árlegur viðburður í Hafnafirðinum. Einar Magnús Magnússonfrá Samgöngustofu var með erindi um mikilvægi hlífðarbúnaðs en með aukinni verslun á internetinu er fólk jafnvel að versla sér ódýra hjálma sem gera sama gagn og plastpokar. Það er nauðsynlegt að kynna sér vel hvernig vörur fólk er að versla sér til að nota á mótorhjólum. Ingólfur Snorrason frá Kvartmíluklúbbnum var einnig með erindi um beytingu á hjóli og líkamstöðu Sniglar þakkar ofantöldum kærlega fyrir samstarfið og sjáumst heil að ári

Vorfagnaður í Hafnarfirði Lesa meira »

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar var haldinn í dag í blíðskaparveðri en ekki sást ský á himni og hitamet féllu örugglega í dag Vorfagnaðurinn var haldinn á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og þökkum við kærlega fyrir afnotin af svæðinu Hólmgeir Þorsteinsson var með erindi frá Sjóvá þar sem var farið yfir tryggingar á mótorhjólum og fleira áhugavert, þar á eftir kom svo Eydís Sigurgeirsdóttir, bráðatæknir frá Slökkviliði Akureyrar, en hún fór yfir hvernig bregðast skal við aðkomu að mótorhjólaslysum. Einar Magnús Magnússon var svo að lokum með erindi frá Samgöngustofu þar sem m.a. var farið yfir hlífðarbúnað á hjólum. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir komuna og var mjög fræðandi að hlusta á þau öll. Öllum var boðið upp á léttar veitingar, og eftir fræðslu var hægt að nýta sér brautina, en Adam Þorvaldsson bauð upp á að hjóla með fólki og leiðbeina ef þyrfti. Sökum mikils hita var fólk ekkert áfjáðt í brautarakstur en nokkrir nýttu þó tækifærið en Valdemar Þór Viðarsson ökukennari setti upp keilur ef fólk vildi æfa sig. Það var góð þátttaka í dag og vonandi er þessi viðburður kominn til að vera Sniglar þakka vel fyrir sig, og þá sérstaklega Tíunni fyrir samstarfið#sniglarnir #littutvisvar #viltupassamig #hjolamenningin

Vorfagnaður Snigla og Tíunnar Lesa meira »

1.maí keyrsla 2025

Þrátt fyrir kalsaveður og smá úða mættu fjöldi manns í 1.maí keyrslu Snigla sem var vel. Svona keyrsla fer ekki í gang að sjálfu sér og vilja Sniglar þakka Reykjavíkurborg, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Strætisvögnum Reykjavíkur kærlega fyrir alla samvinunna. Þetta væri heldur ekki hægt án alls mótorhjólafólks sem lagði sitt fram í umferðarstjórn, því víðsvegar þarf að stoppa umferð, bæði akandi og gangandi. Það eru ekki komnar tölur um fjölda hjóla sem mættu í keyrslu en þau voru þó yfir 500 talsins. Að auki þá var safnað fyrir Grensás og takk allir sem lögðu sitt af mörkum en tæplega hálf milljón safnaðist og er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikning ef fólk vill bæta við, 4706911909 0516-26-21201 Sniglar munu þar að auki leggja framlag á móti. Söfnun stendur til 15.maí. Takk allir fyrir frábæran dag og velkomið hjólasumar 2025. Elva Hrönn Guðbjartsdóttir tók myndir af hjólafólkinu þennan dag og má sjá hluta af þeim myndum hér.

1.maí keyrsla 2025 Lesa meira »

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina

Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, afhentu Vegagerðinni ágóða af dósasöfnun sinni þann 1. maí. Alls söfnuðust 400 þúsund krónur en fyrir það fást 10 metrar af malbiki eða 50 metrar af klæðingu. https://www.vegagerdin.is/vegagerdin/starfsemi/frettir/sniglar-sofnudu-fyrir-vegagerd?fbclid=IwY2xjawKB6uRleHRuA2FlbQIxMABicmlkETB2MmhpOURCQzBUY21PV0hUAR6I_xV16KWQjFLJVmX_yGe2lzL-NGJMvNrYMrhqGfaM9LUz6b6zmCdbEIc6TQ_aem_zxxUPvdmLSlvUpWRB3Ggeg

Sniglar söfnuðu fyrir vegagerðina Lesa meira »

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí

„Veginn heilan heim“Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar endar 1.maí Sniglar og Endurvinnslan tóku höndum saman í lok síðasta árs og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni en eins og allir vita hefur sú stofnun verið fjársvelt til margra ára sem hefur bitnað illilega á vegakerfi landsins Vildum við með þessu vekja athygli á hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að þetta sé leiðrétt hið snarasta En nú er komið að því að afhenda Vegagerðinni afrakstur þessarar söfnunar og þar með ljúka þessum gjörning Því ekki að nota tækifærið í vortiltektinni og skutla dósum og flöskum í Endurvinnsluna og styrkja Vegagerðina í  leiðinni Þó upphæðin verði ekki stór er þó kannski hægt að leggja einn til tvo metra af malbiki fyrir hana Sniglar og Endurvinnslan munu afhenda fulltrúa Vegagerðarinnar afrakstur söfnunarinnar við Alþingishúsið þann 1.maí kl 15.00, það væri gaman að sjá sem flesta þar því við viljum vekja athygli á að okkur mótorhjólafólki stendur ekki á sama um svo mikilvægan innvið sem vegirnir okkar eru

Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar lýkur 1.maí Lesa meira »

Shopping Cart
Scroll to Top