Þakklæti fyrir óeigingjarnt starf

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segir sagan, og það þarf gott fólk til að vinna saman að stórum verkefnum.

Sniglar urðu 40 ára í fyrra og af því tilefni var sett upp mótorhjólasýning í húsnæði Bílabúð Benna og var það heljarinnar sýning. Svoleiðis viðburði er ekki hent upp með annarri hendi og fengu Sniglar dygga aðstoð í því verkefni, en þar stóðu þeir feðgar Hjörtur „Líklegur“ og Óli „Prik“ þar vaktina ásamt fleira góðu fólki. Njáll Gunnlaugsson bar þar líka hitann og þungann af þessu verkefni.

Að auki hefur svo Steinmar Gunnarsson staðið vaktina fyrir Snigla í stjórn FEMA í mörg ár, en hefur nú lokið þar störfum. Var ákveðið að færa þessum piltum viðurkenningu frá Sniglum með þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu Snigla, það eru svo margir sem hjálpa til á einn eða annan hátt og er stjórn Snigla gríðarlega þakklát fyrir ykkur öll því jú án ykkar væri félagsstarf okkar ekki svona víðtækt.

Shopping Cart
Scroll to Top