„Veginn heilan heim“
Dósasöfnun Snigla og Endurvinnslunar endar 1.maí
Sniglar og Endurvinnslan tóku höndum saman í lok síðasta árs og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni en eins og allir vita hefur sú stofnun verið fjársvelt til margra ára sem hefur bitnað illilega á vegakerfi landsins
Vildum við með þessu vekja athygli á hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að þetta sé leiðrétt hið snarasta
En nú er komið að því að afhenda Vegagerðinni afrakstur þessarar söfnunar og þar með ljúka þessum gjörning
Því ekki að nota tækifærið í vortiltektinni og skutla dósum og flöskum í Endurvinnsluna og styrkja Vegagerðina í leiðinni
Þó upphæðin verði ekki stór er þó kannski hægt að leggja einn til tvo metra af malbiki fyrir hana
Sniglar og Endurvinnslan munu afhenda fulltrúa Vegagerðarinnar afrakstur söfnunarinnar við Alþingishúsið þann 1.maí kl 15.00, það væri gaman að sjá sem flesta þar því við viljum vekja athygli á að okkur mótorhjólafólki stendur ekki á sama um svo mikilvægan innvið sem vegirnir okkar eru
