Aðalfundur Snigla – Fundargerð

Fundargerð aðalfundar Snigla 08/03 2025 í húsi Fornbílaklúbbsins, Ögurhvarfi 2

Fundarstjóri; Skúli Gautason
Ritari; Kristrún Tryggvadóttir

Hefðbundin aðalfundarstörf og umræður í lokin

  1. Formaður, Þorgerður F Guðmundsdóttir setti fundinn
  2. Skúli Gautason  kosinn fundarstjóri með samþykki allra á fundinum
  3. Þorgerður F Guðmundsdóttir fór með skýrslu fráfarandi stjórnar er var svo samþykkt einróma
  4. Jokka G Birnudóttir lagði fram ársskýrslu gjaldkera, en gjaldkeri (Hrafnhildur Steindórsdóttir )gat ekki mætt sökum veikinda
  5. Ársskýrsla rædd sem og skýrsla stjórnar, og voru þær samþykktar af fundargestum
  6. Jokka G Birnudóttir lagði fram rekstraráætlun komandi árs í fjarveru gjaldkera
  7. Lagt var fram að félagsgjald yrði óbreytt á komandi ári, eða 7.500kr, var það samþykkt einróma
  8. Lagðar voru fram lagabreytingar þess efnis að félagsmaður þurfi að hafa greitt árgjald í amk eitt ár, áður en viðkomandi gæti boðið sig fram í stjórn, þótti lagabreyting ekki nægilega vel undirbúin og var óskað eftir að hún yrði lögð aftur fram að ári, og þá betur undirbúin, var það samþykkt
  9. Þorgerður bauð sig fram að nýju sem formaður og þar sem ekkert mótframboð kom, var hún sjálfkjörin áfram
  10. Bæði Þorgerður og Guðrún höfðu lokið stórnarsetu sinni en gáfu kost á sér áfram, Hrafnhildur Steindórsdóttir aftur á móti gaf ekki kost á sér áfram og bauð Guðlaugur Jónsson frá Tálknafirði sig fram og var það eina framboðið sem kom.  Var hann því sjálfkjörinn í stjórn og samþykkt einróma
  11. Tveir skoðunarmenn gáfu kost á sér þeir Gunnlaugur og Sigurjón og var það samþykkt
  12. Önnur mál; Kristrún Tryggvadóttir kynnti FEMA en hún situr þar í stjórn og fer á fundi fyrir hönd Snigla, spunnust góðar umræður um það málefni, en kílómetragjald er mörgum hugleikið og lék forvitni á hvernig þetta fer fram í öðrum löndum.

Varamenn voru kosnir til eins árs, en það eru Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, og Ragna Berg. 
Eins voru kynnt rafræn félagsskírteini, en þau munu komast í gagnið á komandi dögum.  Með þeim er svo hægt að fá afslætti á ýmsum stöðum sem kynnt verða á heimasíðu Snigla, sniglar.is
Sniglar gáfu viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf í þágu Snigla, en þær hlutu Steinmar Gunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, Hjörtur (Líklegur) Jónsson og Ólafur Hjartarsson, þökkum við þeim kærlega fyrir sína vinnu

Fundi slitið

Shopping Cart
Scroll to Top