Aðför að réttindum bifhjólafólks

Sniglar hafa sent eftirfarandi tilkynningu á Samgöngunefnd, samgönguráðherra og fjármálaráðherra;

Bifhjólasamtök Lýðveldisins mótmæla því kröftuglega þeirri aðför sem gerð er að bifhjólafólki vegna tilvonandi kílómetragjalds.

Þar er umferðarhópi sem í tilfelli þungra bifhjóla er að meðaltali tíu sinnum léttari en bílar, ætlað að borga margfalda upphæð samanborið við aðra umferðarhópa. Dæmið fyrir léttari bifhjól er enn verra en þar er munurinn meiri en þrítugfaldur!
Til að bæta gráu ofan á svart eiga erlend bifhjól að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bílar við komu til landsins, sem að brýtur gegn jafnræðisreglu.
Það er því krafa okkar að gætt sé jafnræðis og íslensk bifhjól greiði til samræmis við erlend.
Tillaga BSL er því að þung bifhjól greiði 1,7 kr á km og létt bifhjól 0,6 kr. Þar með er ekki verið að fara fram á tíu sinnum lægra gjald, heldur aðeins fjórum sinnum minna, líkt og stjórnvöld hafa þegar gert að tillögu sinni varðandi erlend bifhjól við heimsókn til landsins.

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar eru tilbúin að fylgja þessu máli eftir af festu.

Shopping Cart
Scroll to Top