Minnum á tillitssemi í umferðinni

Af gefnu tilefni viljum við minna á mikilvægi þess að sýna ávallt tillitssemi og virðingu í umferðinni — hvort sem við erum gangandi, á reiðhjóli, í bíl eða á mótorhjóli.

Við viljum sérstaklega beina athyglinni að því að mótorhjól mega alls ekki aka á göngu- né hjólastígum. Þessi stígar eru ætlaðir gangandi og hjólandi vegfarendum, og öryggi þeirra verður að vera í fyrirrúmi.

Við biðlum til allra sem aka mótorhjólum að fylgja gildandi reglum og sýna gott fordæmi.
Það þarf oft ekki nema örfáa einstaklinga til að valda truflun eða skemma fyrir öðrum sem haga sér vel og af ábyrgð.

Látum umferðina einkennast af virðingu, varkárni og samstöðu.
Förum varlega, sýnum tillitssemi – og komum öll heil heim.

https://www.visir.is/g/20252770267d/keyrdu-hratt-a-hjolreidastig-og-toku-fram-ur-reidhjolamonnum-a-haannatima?utm_term=Autofeed&utm_medium=Social&utm_source=Facebook&fbclid=IwY2xjawMlCd9leHRuA2FlbQIxMABicmlkETBpVzl1RFBIMEoxU0FrdkJwAR5wxQCmwjsMoR5ikpc_tUcCilLNsY35kHFOuTjELMWZAGfTxgPaijbJUeGdMQ_aem_ILCpEoZIadQb2PS7eQoeXw#Echobox=1756849914

Shopping Cart
Scroll to Top