Sniglafréttir ekki lengur á prenti

Tímarnir breytast og mennirnir með, Sniglafréttir ekki lengur á prenti.

Í covid kom upp sú hugmynd að gefa aftur út Sniglafréttir, en sá miðill var mjög vinsæll meðal Snigla hér á árum áður. Jokka tók að sér ritstjórn blaðsins, en það var gefið út fyrst tvisvar fyrsta árið en svo einu sinni á ári. Það var óskaplega skemmtileg vinna að safna viðtölum, greinum og myndum til að setja í blaðið og á þessum tíma var það ómetanlegt að geta sent félagsmönnum eitthvað gleðiefni. En nú er svo komið að útgáfu Sniglafrétta er í raun lokið. Þar sem bæði er mikill kostnaður við prentun og eins sendingarkostnaður var sú ákvörðun tekin.

Í stað þess verða Sniglafréttir á heimasíðu Snigla í annarri mynd. Gætu slæðst þar inn gamlar Sniglafréttir og eins áhugaverðar greinar eða pistlar ef fólk vill skrifa eitthvað skemmtilegt. Sniglafréttir var skemmtilegur og fræðandi skóli og þakka ég þeim sem tóku þátt með mér í þessu kærlega fyrir að gefa mér tíma, segja mér sögur, skrifa pistla, grafa upp gamlar myndir og benda mér á áhugavert efni En nú segi ég af mér sem ritstjóri

Kær hjólakveðja Jokka

Shopping Cart
Scroll to Top